Рет қаралды 1,209
Líflegar umræður sköpuðust í Spursmálum um kjaramál og stöðuna í aðdraganda kjarasamninga þar sem þeir Gunnar Smári Egilsson, talsmaður Sósíalista, og Sigmar Vilhjálmsson, athafnamaður og formaður Atvinnufjelagsins, mættu í settið til Stefáns Einars.
Í aðdraganda kjarasamninga er staða kjaramála afar viðkvæm í ljósi mikillar verðbólgu og þá hefur kjaradeila flugumferðarstjóra undanfarnar vikur sett umræðuna í nýtt samhengi. Í vikunni dró svo til tíðinda þegar ekki náðist samstaða meðal aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands fyrir komandi kjaraviðræður.
Þá fóru þau Svanhildur Hólm Valsdóttir framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs og Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur yfir fréttir vikunnar.