Рет қаралды 2,986
Í þættinum eru rifjaðar upp sögur frá þeirri tíð, þegar drættir eða kláfar voru aðalsamgöngutækin á Jökuldal. Jökulsá var ófær stóran hluta ársins, það var helst yfir háveturinn að hægt var að komast yfir hana á ís. Þess vegna voru kláfarnir, lítill kassi á tveimur vírum, eina leiðin til flutninga og mannlegra samskipta þeirra sem sátu á búum sitt hvoru megin árinnar.
Í þættinum eru sýndar myndir af eina kláfnum sem er nothæfur í dag, en einnig er sagt frá því að þessir kláfar voru slysagildrur. Fyrir 70 árum slitnaði annar vírinn þegar Páll á Aðalbóli var að fara yfir á kláfnum við Brú. Hann steyptist í ána, en náði að bjarga sér á sundi. Hann mun vera eini íslendingurinn sem hefur bjargað sér úr Jöklu. Ennig er sagt frá þrekvirki Ingibjargar á Vaðbrekku, þegar hún skreið yfir á vírunum til að sækja hjálp fyrir fárveikan bróður sinn.
Rætt er við Aðalstein á Vaðbrekku, son Ingibjargar, sem einn lifir þeirra sem muna þessa atburði.
Í lok þáttarins er kafli um hreindýraveiðar og þar er rætt við annan son Ingibjargar og Aðalsteins á Vaðbrekku, Hákon heitinn Aðalsteinsson. Hann er enn þjóðsagnapersóna á Austurlandi.
Útsendinga dagur 16.04.15