Рет қаралды 2,809
Tónlist frá Leó R og félögum: Gauta syrpa - Rauðu sokkar rabbabarans - Heim á Sigló og Vísis syrpa
Myndir frá Æskulýðsheimilinu við Vetrarbraut (Hertirvigsbakarí) frá árinu 1963 þegar SR hafði fært æskulýðsstafi á Siglufirði húsakynnin. Starfsmenn SR-Tréverkstæðis, SR- Vélaverkstæðis og SR-Raffó umturnuðu innréttingum, raflögnum og veitukerfi og útbjuggu mjög gott húsnæði fyrir æskulýðsstarfið. Myndirnar sem hér koma á eftir eru sýndar í óskipulegri röð og spanna yfir vinnu við húsið, undirbúning viðburða, gestaheimsóknir herbergi og húsgögn og einnig myndir frá sjálfri vígslunni. Raunar tveim vígslum þar sem aðeins þeir sem unnu við verkið og nokkrir aðrir gestir. Flestar myndirnar tók SK en nokkrar eru úr safni Halla Nonna, en allar í eigu Ljósmyndasafns Siglufjarðar. Teiknuðu myndirnar sem fram koma eru eftuir 14 ára krakka, en ljósmyndir á veggjum eru eftir nemendur í ljósmyndun og einnig nokkrar frá leiðbeinendunum sjálfum, en þeir voru meðal annars Hannes Baldvinsson, Júlíus Júlíusson, Steingrímur Kristinsson og Ólafur Ragnarsson. Síðar einnig Kristján L Möller