Рет қаралды 7,872
Lotta María Ellingsen er í hópi fjölmargra ungra kvenna með STEM-grunn sem hafa náð feiknargóðum árangri í atvinnulífi og samfélagi. Lotta María er afkastamikil vísindakona og ná afrek hennar á því sviði langt út fyrir landsteina. Rannsóknir hennar byggjast á því að nýta gervigreind og aðra þætti rafmagns- og tölvuverkfræðinnar í læknisfræðilegri myndgreiningu til að greina sjúkdóma fyrr en áður og auka þannig líkur á árangursríkri meðferð og lækningu. Lotta María er með BS-gráðu í rafmagns- og tölvuverkfræði frá HÍ og meistara- og doktorspróf í sömu grein frá Johns Hopkins-háskólanum í Bandaríkjunum. Lotta María er dósent í HÍ og hefur hlotið fjölmarga samkeppnisstyrki til rannsókna auk verðlauna, síðast Vísinda- og nýsköpunarverðlaun Háskóla Íslands árið 2020.