Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar sækir sjúkling langt á haf út

  Рет қаралды 3,821

Landhelgisgæsla Íslands

Landhelgisgæsla Íslands

Күн бұрын

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar fór í langt sjúkraflug á haf út síðdegis í gær vegna bráðra veikinda um borð í skemmtiferðaskipi. Áhöfnin á TF-GRO var kölluð út á fimmta tímanum vegna veikindanna sem voru um borði í farþegaskipinu Ambience sem statt var um 160 sjómílur út af Garðskaga.
Þegar þyrlan nálgaðist skipið var skipstjóra þess gefnar leiðbeiningar um stjórntök og hraða vegna hífingarinnar frá skipinu. Skipið var beðið um að beygja upp í vind og hægja ferðina niður í sex hnúta ferð.
Sigmaður og læknir þyrlunnar fór um borð í skipið við bakborðshorn þess eftir að tengilínu var slakað niður. Þegar um borð var komið var hugað að sjúklingnum og hann undirbúinn fyrir hífingu um borð í þyrluna.
Þegar búið var að búa um sjúklinginn var tekið á móti króknum, læknirinn hélt fyrstur upp og því næst var sjúklingurinn hífður upp í börunum. Sigmaður þyrlunnar fór síðastur upp með farangur sjúklingsins.
Að hífingum loknum var áhöfn skipsins þakkað fyrir samstarfið og haldið til Reykjavíkur. Skipstjóri skemmtiferðaskipsins hafði sérstaklega orð á hve hratt verkefnið gekk fyrir sig og þakkaði þyrlusveit Landhelgisgæslunnar innilega fyrir snör viðbrögð.
Meðfylgjandi myndband sýnir hvernig verkefnið gekk fyrir sig í gær.

Пікірлер: 2
@SheldonT.
@SheldonT. 2 жыл бұрын
Great job! That was awesome.
@bovarfririksson2449
@bovarfririksson2449 2 жыл бұрын
Gaman að fá að sjá ykkur í verki! Það væri líka fróðlegt að sjá æfingu með björgunarsveit þ.e.a.s. hvað þið/þau gerið þegar þyrlan kemur að/lendir, hvað ræður hvort er híft eða lent, rétt verklag þegar komið er að/farið frá þyrlunni. Það er svo margt varðandi þyrlunar sem fólk veit ekkert um, og væri örugglega ágætis sjónvarpsefni 😊 Ég mundi allavega horfa það.
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og áhöfnin á Freyju æfa sjóbjörgun
3:49
Landhelgisgæsla Íslands
Рет қаралды 533
3 Nights Onboard US Navy's Largest Stealth Ship
19:52
Not What You Think
Рет қаралды 13 МЛН
$1 vs $500,000 Plane Ticket!
12:20
MrBeast
Рет қаралды 122 МЛН
Fjöruhreinsun og björgunaræfing með forseta Íslands
3:37
Landhelgisgæsla Íslands
Рет қаралды 209
Björgun með þyrlu - Myndband 1
4:05
Landhelgisgæsla Íslands
Рет қаралды 867
Útkall í túnfiskskip 5.11.2023
3:14
Landhelgisgæsla Íslands
Рет қаралды 534
Can you make a tank disappear? The Evolution of Tank Camouflage
20:43
The Tank Museum
Рет қаралды 874 М.
Skipt um dráttarvír á varðskipinu Þór
1:38
Landhelgisgæsla Íslands
Рет қаралды 434
Skipverjar sóttir af þyrlusveit Landhelgisgæslunnar
2:02
Landhelgisgæsla Íslands
Рет қаралды 16 М.
Inside the V3 Nazi Super Gun
19:52
Blue Paw Print
Рет қаралды 3,2 МЛН
Þór tekur Polarfront í tog í september 2023
3:17
Landhelgisgæsla Íslands
Рет қаралды 2,2 М.
TF-LÍF lendir á bílaplani
2:18
Landhelgisgæsla Íslands
Рет қаралды 1,1 М.
Öldudufl lagt út af áhöfn varðskipsins Freyju
2:03
Landhelgisgæsla Íslands
Рет қаралды 1,7 М.