Рет қаралды 21,864
leikhusid.is/s...
Lagið Lífið er skrítið er úr sýningunni Eltum veðrið en hún verður frumsýnd í september á Stóra sviði Þjóðleikhússins. Eltum veðrið er glænýtt íslenskt leikverk; gamanleikur með söngvum, sem er skrifaður af leikhópnum. Tónlist verksins er eftir Sváfni Sigurðarson auk þess sem Hallgrímur Ólafsson leikari á eitt lag með Sváfni. Hallgrímur og Sváfnir hafa unnið saman að því að skrifa texta ásamt leikurum úr leikhópnum. Leikhópurinn samanstendur af Eygló Hilmarsdóttur, Guðjóni Davíð Karlssyni, Hallgrími Ólafssyni, Hildi Völu Baldursdóttur, Hilmari Guðjónssyni, Ilmi Kristjánsdóttur, Sigurði Sigurjónssyni og Þresti Leó Gunnarssyni. Auk þeirra lögðu Katrín Halldóra Sigurðardóttir og Steinunn Ólínu Þorsteinsdóttir sitt af mörkum til þróunar leikverksins framanaf.