Рет қаралды 81
Í þessu myndbandi er sýnt hvernig þú getur blokkað hvaða vefsíðu sem er! Í þessari sýnikennslu nota ég mackeeper.mackeeper.com sem dæmi. Vinsamlegast haldið lestri áfram...
Kröfur:
Ég geri ráð fyrir því að þú sért eigandi tölvunnar eða þá foreldri eigandans. Til þess að keyra þetta í gegn þarftu að hafa "Administrator" lykilorðið. Ef þú veist ekki hvað "Administrator" lykilorðið er þá er það lykilorðið sem stimplað er inn við innskráningu.
Stýrikerfið sem keyrt var í sýnikennsluni var OS X Yosemite 10.10.4 og tölvan MacBook Pro 2015 Retina. Þessi leið virkar á allar Mac tölvur sem hafa Terminal.
Ef vefsíðan er enn virk:
Athugaðu hvort vefslóðin hafi örugglega verið skrifuð rétt inn.
Athugaðu hvort vefsíðan byrji á “www”, ef svo skaltu bæta því við.
Ertu með einhver skástrik? Ef svo taktu þau út.
Enn virk? Láttu mig vita í athugasemd hér fyrir neðan! :)