STEM-menntun: Sigyn Jónsdóttir, frumkvöðull og tæknistjóri-meðstofnandi Alda

  Рет қаралды 4,657

Háskóli Íslands - HI

Háskóli Íslands - HI

5 ай бұрын

Sigyn Jónsdóttir er tæknistjóri (CTO) og meðstofnandi Öldu, nýsköpunarfyrirtækis sem þróar hugbúnaðarlausnir og gagnvirka fræðslu fyrir vinnustaði til að stuðla að fjölbreytileika og inngildingu með hliðsjón af honum. Sigyn hefur þróað hæfileika sína áfram eftir nám í hugbúnaðarverkfræði við HÍ. Hún hefur meistaragráðu í stjórnun á sviði vísinda- og verkfræði frá hinum heimsþekkta Columbíu-háskóla í New York. Í framhaldi af náminu þar hefur hún haslað sér völl þar sem mjög hefur reynt á sköpunarþrótt en líka á hæfni í stjórnun. Þannig hefur hún t.d. starfað við þjónustustjórn hjá þekkingarfyrirtækinu Men&Mice.
En Sigyn hefur líka verið valin til ábyrgðarstarfa af fagfólki innan tæknigeirans - hún var t.d. varaformaður stjórnar Tækniþróunarsjóðs og líka formaður Ungra athafnakvenna um skeið. Gervigreindin var orð ársins í fyrra og hún hefur æ meiri áhrif á daglegt líf okkar. Þar kemur til kasta Sigynar. Hún er nefnilega þátttakandi í stóru Evrópuverkefni til að sporna við hlutdrægni í gervigreind mannauðslausna sem verða æ mikilvægari við stjórnun fyrirtækja.
Þótt Sigyn segi að möguleikarnir séu endalausir með því að nota vísindi og tækni þá þakkar hún náminu líka sjálfstraustið sem það gaf henni en það hefur stutt hana við að leysa flókin vandamál í atvinnulífinu. Námið hafi gert henni kleift að nálgast verkefni af ákveðinni yfirvegun. Sigyn segir að risatækifæri felist í því að auka fjölbreytileikann, bæði í náminu og á vinnustöðum. Þannig sé mjög brýnt að konur og kvár séu höfð með í ráðum við þróun nýrra lausna.

Пікірлер
STEM-menntun: Safa Jemai, frumkvöðull og framkvæmdastjóri Víkonnekt
1:02
Háskóli Íslands - HI
Рет қаралды 14 М.
Rannsóknainnviðadagur HÍ 2024: María Helga Guðmundsdóttir
15:31
Háskóli Íslands - HI
Рет қаралды 32
나랑 아빠가 아이스크림 먹을 때
00:15
진영민yeongmin
Рет қаралды 16 МЛН
At the end of the video, deadpool did this #harleyquinn #deadpool3 #wolverin #shorts
00:15
Anastasyia Prichinina. Actress. Cosplayer.
Рет қаралды 18 МЛН
Framtíðin er okkar - við erum Hafnarfjarðarbær
1:38
Hafnarfjarðarbær
Рет қаралды 19 М.
Aurora Webinar Series - Get to know University of Iceland
26:10
Aurora universities
Рет қаралды 657
Dagur rauða nefsins 2017 - Spaugarar í strætó með súpu 2
2:53
UNICEF á Íslandi
Рет қаралды 36 М.
Rannsóknainnviðadagur HÍ 2024: Eiríkur Smári Sigurðarson
13:13
Háskóli Íslands - HI
Рет қаралды 14
Danska í HÍ: Námið og kennararnir
1:07
Háskóli Íslands - HI
Рет қаралды 56
Háskólatónleikar 20. mars 2024 - Heiða Árnadóttir og Gunnar Gunnarsson
50:25
Brit Reacts to The Evolution of Finnish Rap 🇫🇮 (1983-2021)
18:08
Level 1 to 100 Impossible Puzzles
17:25
Hafu Go
Рет қаралды 6 МЛН