Рет қаралды 15
Smábrot af sundferðinni frá Bessastöðum yfir í Nauthólsvík sumardaginn fyrsta.
Þarna erum við stödd mitt á milli Álftaness og Kársness og Alli löngu horfinn!
Stuttu seinna fékk Valdi krampa og dróst aftur úr og John fór að synda hraðar svo bilið milli okkar allra varð fljótt um 50 til 100 metrar.
Þegar við byrjuðum að synda inn Fossvoginn fór ég að finna fyrir straumi út voginn og allt í einu fór að verða erfiðara að halda stefnu. Ég leitaði mjög til hægri og þurfti stöðugt að vera að leiðrétta stefnuna. Sundgleraugun láku og ég sá ekki vel hvar ég var svo ég tók smástund í að finna kennileiti sem ég gæti fylgst með í hverju sundtaki án þess að trufla sundið. Ég valdi 2 byggingakrana og hélt betur stefnu eftir það.
Takk fyrir frábært sund ☺