Рет қаралды 12,003
Sæþór Ásgeirsson er einn af þeim sem nýtti sér kraumandi umhverfi Háskóla Íslands til nýsköpunar. Strax á skólabekk í vélaverkfræðinni hrinti hann þeirri hugmynd sinni í framkvæmd að þróa einfaldar vindmyllur sem gætu nýst ótrúlegum fjölda í heimi þar sem endurvinnanleg orka verður stöðugt brýnni til að mæta þörfum okkar.
Sæþór hefur ekki verið einn um að trúa á verkefnið því sprotafyrirtækið IceWind, sem hann stofnaði árið 2012 og byggir á upprunalegu hugmyndinni um vindmyllur, fékk fyrir fáeinum árum nokkur hundruð milljóna króna styrk frá Evrópusambandinu til frekari þróunar á vörunni. Það hefur einnig hlotið innlenda styrki til vaxtar og þróunar. Nú er að hefjast fjöldaframleiðsla á litlum vindmyllum í nafni IceWind eftir langt þróunarferli þar sem ætlunin er að leysa af hólmi mengandi aflstöðvar víða um heim sem keyra á olíu.
Sæþór nam vélaverkfræði í HÍ og Chalmers í Gautaborg. Hann einblíndi mjög snemma á orkuverkfræði og lærði allt sem hann komst yfir um vatns- og gufuafl auk endurnýjanlegra orkukerfa. Sæþór segir að þau sem komi inn á vinnumarkaðinn núna með STEM-grunn, hafi gríðarleg tækfæri. „Þessi grunnur veitir aðgang að svo miklum möguleikum.
Þú getur bara valið hvert þú vilt fara eftir námið. Fyrir okkur sem þjóð er mikilvægt að fá velmenntað STEM-fólk til að byggja hraðar upp, t.d. sprotafyrirtæki